Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Þrengingar fjarlægðar á Hafnargötu
    Fimm sentimetra munur á nýjum og eldri hellusteini. Mynd: Guðlaugur.
  • Þrengingar fjarlægðar á Hafnargötu
Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 15:43

Þrengingar fjarlægðar á Hafnargötu

Ætti að lengja líftíma gatnahellna.

„Þetta er átta til tíu ára gamalt slit sem er engin svakaleg ending en vegna þess að keyrt er mikið í sömu förunum þá slitnar þetta fyrr. Þetta er að fara niður í þrjá sentimetra af átta á þessum tíma. Um leið og fjarlægjum gömlu steinana og verst slitnu þá munum við fjarlægja allar eyjar, ker og aðrar þrengingar og það mun gera ökumönnum kleift að dreifa álaginu á veginum. Það borgar sig ekki að þrengja götur þannig að bílar geti aðeins ekið í hjólförunum,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs hjá Reykjanesbæ. Framkvæmdir standa yfir á Hafnargötu sem hafa vakið einhverjar deilur meðal íbúa Reykjanesbæjar.

Guðlaugur segir ekki hafi verið tekin ákvörðun um að skipta út hellum fyrir malbik eða steypu. „Við höfum bara verið að halda þeirri sýn sem er núna. Svo þarf að malbika rásir, því þar sem nýjar hellur eru komnar á götuna fyrir framan Securitas þá þarf að malbika líka í sárin. Þegar hellur eru teknar í burtu koma oft fyrst í ljós slitin sem eru til staðar.“ Unnið sé eftir yfirlagnaáætlun og kortlagðar þær götur sem þurfi að vinna í að lægfæra. „Við óskum alltaf eftir fjármagni á hverju ári til að viðhalda götum í bænum. Þetta viðhald hverfur ekki. Við reynum að fara í allt sem er aðkallandi. Um leið og við erum búin að missa þetta niður fyrir malbik þá er kostnaðurinn orðinn mun meiri. Þá gengur ekki lengur að vera með yfirlagnir heldur verður að fara í að taka upp og endurleggja,“ segir Guðlaugur að lokum.

VF/Olga Björt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024