Þrekgarðar skulu nemendagarðanir heita
Í gær var tekin skóflustunga öðrum áfanga nemendaíbúða við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ. Það er fasteignafélagið Þrek og Húsanes sem standa að byggingu þessara íbúða, sem eru bæði 2ja og 3ja herbergja og ætlaðar nemendum í framhalds- eða háskólanámi.
Í tilefni dagsins var kynnt niðurstaða úr nafnasamkeppni sem Þrek stóð fyrir um nafn á nemendagarðana. Ákveðið var að velja nafnið Þrekgarðar, en hugmyndina átti Gísli Örn Gíslason, sem hlaut 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir vikið.
Mynd: Kristbjörn Albertsson tók fyrstu skóflustunguna og gerði það með tilþrifum á nýrri gröfu sem Nesprýði var að bæta við tækjakost sinn. VF-mynd: elg
Í tilefni dagsins var kynnt niðurstaða úr nafnasamkeppni sem Þrek stóð fyrir um nafn á nemendagarðana. Ákveðið var að velja nafnið Þrekgarðar, en hugmyndina átti Gísli Örn Gíslason, sem hlaut 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir vikið.
Mynd: Kristbjörn Albertsson tók fyrstu skóflustunguna og gerði það með tilþrifum á nýrri gröfu sem Nesprýði var að bæta við tækjakost sinn. VF-mynd: elg