Þoturnar lentar í Keflavík
Þrjár kanadískar herþotur voru rétt í þessu að lenda í Keflavík. Fjórða þotan kemur á morgun ásamt eldsneytisvél. Í dag hefst formlega loftrýmisgæsla kanadíska flughersins á Íslandi en Landhelgisgæslan hefur umsjón með loftrýmisgæslunni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gegnum girðingarnetið við athafnasvæði Landhelgisgæslunnar á Ásbrú fyrir fáeinum mínútum.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Landhelgisgæslan sér um loftrýmisgæsluna að þessu sinni.