Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þotur og þyrlur fara mun fyrr
Laugardagur 18. mars 2006 kl. 16:55

Þotur og þyrlur fara mun fyrr

Orrustuþotur og björgunarþyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli munu fara frá Keflavíkurflugvelli mun fyrr en í haust. Þetta hafa Víkurfréttir eftir tveimur heimildarmönnum á Keflavíkurflugvelli. Þeir hafa báðir óskað nafnleyndar.

Sömu heimildir gera ráð fyrir að allir íslenskir starfsmenn Varnarliðsins starfi hjá Varnarliðinu til loka september, en snjóruðningsdeildin ljúki störfum í byrjun júni en sé að launum til júníloka.

Um 600 Íslendingar starfa hjá Varnarliðinu og af þeim eru um 450 búsettir á Suðurnesjum.

Myndin: Herþota og þyrla á Keflavíkurflugvelli. Myndin er samsett.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024