Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þóttist hafa lent í árekstri
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 15:55

Þóttist hafa lent í árekstri


Árekstur varð milli tveggja bíla í Keflavík um helgina. Ökumaður annars bílsins tók sprettinn og lét sig hverfa af vettvangi. Skömmu síðar hringdi maður í lögregluna á Suðurnesjum og kvaðst vera sá brotthlaupni.

Lögregla hafði hins vegar grunsemdir um að hann væri að taka á sig sök annars manns. Haft var samband við hinn grunaða en hann neitaði að hafa verið á staðnum, hvað þá að hafa orðið valdur að umferðaróhappi. Síðan hætti hann að svara í símann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðji maðurinn, eigandi bílsins, hafði samband við lögreglu til að nálgast bíl sinn. Hann sagðist hafa lánað hlaupagarpinum hann. Honum var bent á að sá sem ber ljúgvitni eigi yfir höfði sér kæru og skelfdist hann þá mjög.

Rannsókn málsins er í fullum gangi.