Þotan lent heilu og höldnu í Keflavík
Þota American Airlines er lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli. Þotan sem er af gerðinni Boeing-777 var stödd um 400 sjómílur suður af landinu er slökkva varð á öðrum hreyfli hennar vegna bilunar. Þotal var á leiðinni frá Þýskalandi til Bandaríkjanna. Um borð í vélinni voru 221 manns.
Upp úr klukkan 13 hafði flugstjóri vélarinnar samband við flugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli og bað um að fá að snúa til Keflavíkur vegna bilunar.
Flugstjórinn lýsti ekki yfir neyðarástandi þar sem hann taldi að enginn hætta væri á ferðum. Skömmu eftir að þotan lenti var viðbúnaðarstigi aflétt á Keflavíkurflugvelli. Farþegar vélarinnar eru farnir frá borði og beðið er eftir annarri vél frá American Airlines.
Myndin: American Airlines vélin sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.