Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þota lenti í Keflavík með dautt á hreyfli
Fimmtudagur 13. maí 2004 kl. 13:52

Þota lenti í Keflavík með dautt á hreyfli

Rétt í þessu var að lenda Boeing-777 farþegaþota American Airlines á Keflavíkurflugvelli. Flugstjóri vélarinnar tilkynnti um bilaðan hreyfil en þotan var á leið til Dallas í Bandaríkjunum. Flugstjórinn lýsti ekki yfir neyðarástandi þar sem hann taldi að enginn hætta væri á ferðum. Flugvél þessi er breiðþota og voru um borð samtals 271 maður. Mikill viðbúnaður er á Keflavíkurflugvelli vegna þotunnar en hún lenti heilu og höldnu fyrir nokkrum mínútum. Ljósmyndari Víkurfrétta náði myndum af vélinni þar sem hún var að lenda en myndirnar eru teknar af svölum húsnæðis Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024