Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Þota frá Turkmenistan með olíuleka í motor
    Flugvirkjar og slökkviliðsmenn skoðuðu vinstri hreyfil vélarinnar þegar þotunni hafði verið komið fyrir á stæði við flugskýli 885. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Þota frá Turkmenistan með olíuleka í motor
    Breiðþota frá Turkmenistan Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna olíuleka í vinstri mótor.
Þriðjudagur 1. nóvember 2016 kl. 10:20

Þota frá Turkmenistan með olíuleka í motor

Breiðþota frá Turkmenistan Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna olíuleka í vinstri mótor. Lending vélarinnar tókst vel.

Björgunaraðilar voru í viðbragðsstöðu vegna lendingar vélarinnar og flugslysaáætlun var virkjuð.

Um hefðbundna öryggislendingu var að ræða. Þotan, sem er af gerðinni Boeing 777, var á leiðinni frá Atlanta í Bandaríkjunum til Ashgabat í Túrkmenistan.

Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir af vélinni á stæði við flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli þar sem hreyfill vélarinnar var tekinn til skoðunar.

Þotan stendur enn á stæði við flugskýlið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024