Þorvaldur til Samkaupa

Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Samkaupum. Hann mun gegna starfi rekstrarstjóra vöruhúss og flutninga. Þorvaldur hefur þegar hafið störf en hann hefur verið starfandi hjá Samkaupum undanfarna mánuði við ráðgjöf og greiningar.

Þorvaldur er með þrjár háskólagráður, M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í verkfræði frá Lund University í Svíþjóð og B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands. Auk þess hefur hann viðamikla alþjóðlega reynslu úr flutningageiranum og innkaupum.

Helstu verkefni Þorvaldar verða utanumhald og eftirfylgni á vöruhúsi Samkaupa, hagræðingar í rekstri vöruhússins, bættar og hagstæðari flutningaleiðir á landi og sjó- sem og annað tilfallandi.