Þorvaldur Halldórsson jarðsunginn
Þorvaldur Halldórsson útgerðarmaður frá Vörum í Garði er látinn, 88 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Útskálakirkju í gærdag að viðstöddu miklu fjölmenni. Þannig var kirkjan þéttsetin og var athöfninni sjónvarpað yfir í íþróttamiðstöðina í Garði þar sem fjölmenni fylgdist með athöfninni á risaskjá. Ráðherrar og þingmenn voru m.a. við útförina.
Þorvaldur var skipsstjóri á Gunnari Hámundarsyni GK í hálfa öld en hann átti einnig og rak elsta útgerðarfyrirtæki á Íslandi, fyrirtæki sem stofnað var 1911.
Þorvaldur er einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnuna. Hann lét sér einnig sveitarstjórnarmál varða.
Meðfylgjandi mynd var tekin við Útskálakirkju í gær. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson