Þorsteinn ráðinn upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar
Bæjarráð Grindavíkur hefur staðfest ráðningu Þorsteins Gunnarssonar í starf upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkurbæjar. Um nýtt starf er að ræða hjá bænum. Upplýsinga- og þróunarfulltrúinn hefur umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðssetningu og þróun verklags í samvinnu við sviðsstjóra.
Þorsteinn hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 undanfarin níu ár og verið formaður Samtaka íþróttafréttamanna.
Í fundargerð bæjarráðs segir: ,,Starfið var auglýst í febrúar og bárust 31 umsókn í starfið. Sá ParX um umsóknarferlið og valdi að lokum 8 úr hópi allra umsækjenda til viðtals. Að viðtölum loknum, sem leidd voru af fulltrúa Parx, en einnig voru viðstödd fjármálastjóri og bæjarstjóri, stóðu tveir umsækjendur eftir og voru metnir hæfari en aðrir umsækjendur.
Að teknu tilliti til hæfnis-, menntunarkrafna og annara þátta er þótti þykja mikill kostur að starfsmaður þessi myndi búa yfir skoraði Þorsteinn Gunnarsson betur í einkunnagjöf ParX.
Bæjarráð samþykkir því ráðningu Þorsteins Gunnarssonar í starfið frá og með 1. apríl n.k. með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar."
Bæjarráð samþykkir því ráðningu Þorsteins Gunnarssonar í starfið frá og með 1. apríl n.k. með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar."