Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. janúar 2001 kl. 10:26

Þorskur af stærri gerðinni

Það var líf í tuskunum um helgina á Sandgerðishöfn en óvenju mikill fjöldi báta kom þar að landi. Aflinn var ágætur, yfirleitt þorskur af stærri gerðinni en Arney KE 50 var aflahæst með 14 tonn.

Að sögn Sveins Einarssonar, hafnarstarfsmanns í Sandgerði komu litlu línubátarnir samanlagt með rúm 100 tonn, eða 1,5-3,5 tonn hver. „Afli netabátanna var ekkert sérstakur, þeir voru að fá frá 500 kg upp í tonnið og einn og einn kom með 3,5 tonn. Dragnótarbátarnir voru ekkert afgerandi heldur, en þeir voru að koma með um 2-5 tonn hver. Arney KE 50 kom með 14 tonn, aðallega þorsk af stærri gerðinni. Afli netabátanna var mestmegnis þorskur, en línubátarnir voru að fá þorsk að mestu en ýsan fylgdi með“, segir Sveinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024