Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Thorsil segir meðallaun verða yfir 600 þús. kr. á mánuði
Fimmtudagur 26. nóvember 2015 kl. 09:38

Thorsil segir meðallaun verða yfir 600 þús. kr. á mánuði

Thorsil mun verða veruleg lyftistöng í atvinnumálum á Suðurnesjum. Við kísilver Torsils munu starfa 130 starfsmenn og gert er ráð fyrir að meðallaun starfs­manna verði rúmlega 600.000 krónur á mánuði. Thorsil hefur frá upphafi og mun áfram leggja sig fram um að starfa í sátt við íbúa og umhverfi á Reykjanesi um ókomna tíð. Svo segir í auglýsingu fyrirtækisins í Víkurfréttum í dag.

Íbúakosning stendur nú yfir í Reykjanesbæ vegna málefna Thorsil kísilversins. Í auglýsingunni benda forsvarsmenn fyrirtækisins á ýmsa þætti sem þeir telja mikilvægt að koma á framfæri m.a. vegna íbúakosningarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar segir m.a.:
„Thorsil valdi Helguvík vegna jákvæðra viðhorfa bæjaryfirvalda, traustra innviða á svæðinu, aðgangs að hæfu vinnuafli og vel staðsettrar hafnarlóðar fyrir starfsemi sína. “

„Allur tæknibúnaður kísilvers Thorsil verður nýr og af bestu fáanlegri gerð. Það á ekki síst við um mengunarvarnarbúnað og hreinsivirki. “

„Fyrir hvert eitt starf hjá Thorsil má reikna með að í Reykja­ nesbæ skapist tvö til þrjú ný afleidd störf eða samtals 260 til 390 störf. Útsvarsgreiðslur starfsmanna Thorsils eru áætlaðar um 149 milljónir króna á ári.“

 „Thorsil er eina fyrirtækið í orkufrekum iðnaði á Íslandi sem alfarið er í eigu íslenskra aðila og mun greiða sín opinberu gjöld á Íslandi.“


„Opinberir eftirlitsaðilar telja að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs frá allri fyrirhugaðri atvinnustarfsemi í Helguvík verði neðan allra viðmiðunarmarka, hvort heldur sem litið er til klukkustundar­ eða sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. “