Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Thorsil ehf. semur um lóð í Helguvík
Við undirritun lóðarsamningsins: Hákon Björnsson (t.h.) og Pétur Jóhannsson hafnarstjóri undirrituðu samninginn. Að baki þeim standa f.v. Eyþór Arnalds, Árni Sigfússon bæjarstjóri og Einar Magnússon, formaður stjórnar Reykjaneshafnar.
Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 12:13

Thorsil ehf. semur um lóð í Helguvík

- Áformað að hefja byggingaframkvæmdir í lok ársins.

Thorsil ehf. og Reykjaneshöfn undirrituðu fyrr í dag samning um 160 þúsund fermetra iðnaðarlóð í Helguvík í Reykjanesbæ, þar sem Thorsil áformar að reisa kísilmálmverksmiðju. Verksmiðjan mun framleiða um 54.000 tonn af kíslmálmi á ári og nota til þess 87 MW af raforku á klukkustund eða um 730 GWh á ári. Um 130 starfsmenn munu starfa hjá verksmiðjunni sem áætlað er að hefji framleiðslu í lok árs 2016.

„Lóðin í Helguvík, sem Thorsil hefur samið um leigu á, hefur marga kosti fyrir rekstur kíslmálmverksmiðju. Á lóðinni er hentugt byggingarland og hún er í aðeins um 450 metra fjarlægð frá hafnarbakka í Helguvíkurhöfn. Fyrir hendi er góð höfn sem er fyrirtækinu mikilvæg vegna flutninga á hráefnum og afurðum til og frá verksmiðjunni. Með þessari staðsetningu mun verksmiðjan ennfremur njóta þess að vera nærri stórum vinnumarkaði með nægu hæfu starfsfólki fyrir okkar starfsemi,“ sagði Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Thorsils í tilefni af undrirritun samningsins.

Fyrir hönd samningsaðila undirrituðu lóðarsamninginn Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsils, og Pétur Jóhannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar. Vottar voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Thorsil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningsaðilar staddir á lóð Thorsils í Helguvík, þar sem Thorsil mun reisa verksmiðju sína. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er í baksýn.

VF-myndir Olga Björt