Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þórólfur Júlían í 3. sæti í prófkjöri Pírata
Föstudagur 12. ágúst 2016 kl. 10:12

Þórólfur Júlían í 3. sæti í prófkjöri Pírata

Þórólfur Júlían Dagsson frá Reykjanesbæ lenti í 3. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar, sem fara fram 29. október. Alls buðu 24 sig fram á lista Pírata í Suðurkjördæmi, þar af níu Suðurnesjamenn. 113 manns kusu í prófkjörinu sem lauk í gær.

Þórólfur er sjómaður, er á handfæraveiðum og rær út frá Sandgerði. Hann hefur unnið að stefnu Pírata í sjávarútvegsmálum og verið kapteinn Pírata í Reykjanesbæ frá júní 2015.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Listinn er birtur á vef Pírata með fyrirvara um að hann kunni að breytast því kjördæmisráð á eftir að tala við alla frambjóðendur og staðfesta að þeir taki sínu sæti.

Næsti Suðurnesjamaður í prófkjörinu á eftir Þórólfi er Trausti Björgvinsson sem lenti í 7. sæti, þá Albert Svan í 8. sæti, Kári Jónsson í 10. sæti, Hólmfríður Björnsdóttir í 11. sæti, Ármann Halldórsson í 12. sæti, Halldór Berg Harðarson í 15. sæti, Andri Steinn Harðarson í 19. sæti og Friðrik Guðmundsson í 22. sæti.