ÞÓRKÖTLUSTAÐARÉTT
Réttað verður í Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 18.september næstkomandi. Gangnamenn koma til réttar um klukkan 14:00 með um eitt þúsund fjár. Ásgeir Gunnarsson harmonikkuleikari mun leika og halda mönnum við söng og skemmtan. Undanfarin ár hefur verið mikið fjölmenni og mikil stemmning við Þórkötlustaðarétt.