Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þórkatla aflýsir skilafundum í Grindavík
Miðvikudagur 29. maí 2024 kl. 12:41

Þórkatla aflýsir skilafundum í Grindavík

Í ljósi aðstæðna hefur öllum skilum á eignum til fasteignafélagsins Þórkötlu í Grindavík sem fara áttu fram í þessari viku verið aflýst. Allir sem boðaðir höfðu verið á fund félagsins hafa fengið skilaboð þessa efnis.

Töluverður fjöldi sérfræðinga á vegum Þórkötlu voru staddir í Grindavík í dag þegar rýming hófst og fylgdu þau leiðbeiningum almannavarna um að halda þegar í stað burt úr bænum. Þórkatla fylgist áfram náið með þróun mála og mun aðlaga verkferla sína að aðstæðum á meðan ekki er óhætt að vera í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugur starfsfólks Þórkötlu er hjá bæjarbúum, fólki sem starfar í nágrenninu og þeim öflugu viðbragðsaðilum sem stýra aðgerðum á vettvangi.