Þorgrímur í lestrarátaki með Njarðvíkingum
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur hitti alla nemendur í 5.–10. bekk Njarðvíkurskóla síðastliðin mánudag og þriðjudag til efla ánægju nemenda á lestri.
Samkvæmt niðurstöðum úr Skólapúlsinum síðastliðin ár og umræðu í þjóðfélaginu þá upplifa margir nemendur að þeim finnist ekki gaman að lesa. Það er líka í samræmi við lýðræðisþing sem var haldið á meðal nemenda í Njarðvíkurskóla í október 2018, þar kom fram að margir nemendur upplifðu ekki ánægju af lestri eða höfðu áhuga að lesa. Í tengslum við verkefnið, Ánægja af lestri, er fjögurra manna teymi innan skólans sem heldur utan um verkefnið og er starfsfólki innan handar með Þorgrími.
Starfsfólk Njarðvíkurskóla hefur síðastliðin ár unnið að því að auka ánægju nemenda á lestri og er koma Þorgríms hluti af því ferli. „Við fengum Þorgrím í lið með okkur fyrir þetta skólaár og hann er búinn að hitta nemendur og upplýsa þá og kennara um hver næstu skref eru hjá þeim. Hann hitti einnig allt starfsfólk skólans í ágúst. Þorgrímur sendir nemendum hvatningarmyndbönd frá þekktum einstaklingum og góðum fyrirmyndum sem tala til nemenda um mikilvægi lesturs. Hvatningamyndböndin mun hann senda okkur reglulega á skólaárinu. Þorgrímur mun einnig senda myndbönd þar sem hann les upp úr eigin bókum og er það hugsað sem hvatning og kveikja til að nemenda,“ segir á heimasíðu skólans.
Næsta heimsókn Þorgríms er um miðjan janúar 2021 en fram að þeirri heimsókn munu nemendur ásamt íslenskukennurum vinna að ákveðnum verkefnum sem efla ánægju á lestri. Hluti af þessum verkefnum eru unnin út frá bókagjöfum frá Þorgrími þar sem t.d. nemendur í 5.-7. bekk vinna með skáldsögu sem heitir Ertu geimvera og kemur hún út í október 2021. Þó svo að nemendur í 1.-4. bekk hafi ekki fengið heimsókn frá Þorgrími eru þeir þátttakendur í þessu verkefni og munu vinna sérstök verkefni sem Þorgrímur lét þá hafa. Í maí 2021 verður uppskeruhátíð hjá 1.-10. bekk og mun Þorgrímur vera þátttakandi.
Foreldrafélag Njarðvíkurskóla hefur styrkt skólann til kaupa á bókum sem nýtast nemendum í verkefninu.