Þorgerður Katrín setur nemandann í forgrunn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kynnti nýja menntastefnu ráðuneytisins í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir kynningarfundinum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla.
Þorgerður Katrín sagði að í nýrri menntastefnu væri nemandinn í forgrunni. „Til að nemandinn þrífist í námi þarf að stöðugt að hlúa að velferð hans sem manneskju í sem víðasta skilningi. Réttindi og skyldur nemenda eru í nýjum lögum skilgreind með mun skýrari hætti en áður. Skólarnir þurfa að samhæfa sérfræðiþjónustu fyrir nemendur með forvarnastefnu, vinna markvisst gegn einelti og öðru ofeldi og svo mætti lengi áfram telja.“
Á heimasíðu verkefnisins, nymenntastefna.is segir að framundan sé mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu og hvetur menntamálaráðuneytið alla til að leggja sitt af mörkum.
Kynningarfundurinn var öllum opinn og mátti þar sjá skólastjórnendur, kennara, foreldra og annað áhugafólk um skólamál.