Þórður Magnússon ráðinn forstjóri United Silicon
Stjórn United Silicon hefur ráðið Þórð Magnússon sem forstjóra fyrirtækinsins. Þórður útskrifaðist sem eðlisfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og sem doktor í efnisfræði (e. Material Science) frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) árið 2000. Þórður gegndi áður stöðu framleiðslustjóra í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þórður hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarforstjóra United Silicon.
Þá hefur stjórn United Silicon gert starfslokasamning við Helga Þórhallsson, sem tók við stöðu forstjóra fyrirtækisins í apríl 2015. Helgi er efnaverkfræðingur og hefur hann komið að mörgum kísilverkefnum um allan heim, m.a. í Kína og Inónesíu fyrir utan Noreg og Ísland og á nær 40 ára starfsreynslu í kísiliðnaði.