Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þorbjörn Fiskanes hf sýknuð ásamt öðrum
Miðvikudagur 25. janúar 2006 kl. 00:34

Þorbjörn Fiskanes hf sýknuð ásamt öðrum

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Íslandsbanka hf, Þorbjörn Fiskanes hf og 3 einstaklinga af kröfum um bætur vegna ólöglegrar meðferðar hlutafjár í Þorbirni Fiskanesi fyrir um ári. Þetta kom fram á vef Ríkistútvarpsins.

Í frétt RÚV segir að stefnandi taldi að sér og öðrum úr sinni fjölskyldu bæri mismunur á gengi sem þau höfðu selt hluti sína á, og gengi sem aðrir hluthafar höfðu fengið skömmu síðar. Viðskiptin áttu sér stað í tengslum við yfirtöku á hlutafé Þorbjarnar Fiskaness og eru einstaklingarnir 3, sem stefnt var, í hópi þeirra sem yfirtóku félagið.

Stefnandi setti kröfur sínar fram í nokkrum liðum til að rökstyðja, að honum bæri að fá greitt fyrir hluti sína miðað við gengið 6,75 en hlutur hans hafði degi áður verið seldur á genginu 6 og hafði Íslandsbanki milligöngu um söluna. Ennfremur taldi stefnandi að bankinn hefði ekki haft umboð til sölunnar. Dómurinn hafnaði öllum kröfum og dæmdi stefnanda til að greiða málskostnað stefndu, samtals 1.750.000 krónur.

Af www.ruv.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024