Þorbjörn Fiskanes hf. sameinar netaverkstæði sitt við Veiðarfæraþjónustuna ehf
Stjórn Þorbjarnar Fiskaness hf. hefur ákveðið að sameina netaverkstæði fyrirtækisins við Veiðarfæraþjónustuna ehf. í Grindavík samkvæmt tilkynningu frá Verðbréfaþingi Íslands.Sameining þessi tekur gildi frá 1. janúar s.l. og hefur Veiðarfæraþjónustan ehf. tekið við öllum rekstri netaverkstæðis Þorbjarnar Fiskaness hf.
Eignarhlutföll eftir samrunann eru eftirfarandi:
Sverrir Þorgeirsson Glæsivöllum 13, 240 Grindavík 250.000 kr.
Hörður Jónsson Sólvöllum 8, 240 Grindavík 250.000 kr.
Þorbjörn Fiskanes hf. Hafnargötu 12, 240 Grindavík 1.500.000 kr.
Samtals hlutafé: 2.000.000 kr.
Áhrif þessa á eignarstöðu og rekstur Þorbjarnar Fiskaness hf. er óverulegur .
Markmið sameiningarinnar er hins vegar að veita alhliða veiðarfæraþjónustu til óskildra aðila sem og skipa félagsins ásamt því að auka umsvif í sölu á veiðarfærum og þjónustu þeim tengdum.





