Þorbjörn eykur aflahlutdeild sína
Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hf., sem nýlega sameinaðist Fiskanesi hf. og Valdimar hf., hefur gert samning um kaup á samtals 616 þorskígildistonnum. Veiðiheimildir Þorbjörns eru þar með komnar í 21.400 tonn.Við undirritun samkomulags um samruna Þorbjarnar, Fiskaness og Valdimars í byrjun júní sl. hafi verið sett markmið um að auka aflahlutdeild sameinaðs félags. Nú hefur Þorbjörn gert samning um kaup á samtals 616.446 þorskígildis kg. Við samrunann voru veiðiheimildir sameinaðs fyrirtækis um 20.800 þorskígildistonn og hafi því hækkað í rúm 21.400 tonn.