Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Þóra Guðrún hlýtur viðurkenningu
  • Þóra Guðrún hlýtur viðurkenningu
    Þóra Guðrún Einarsdóttir.
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 10:08

Þóra Guðrún hlýtur viðurkenningu

– Heimilis og skóla

Þóra Guðrún Einarsdóttir og stærðfræðikennarar í Heiðarskóla voru tilnefndir til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2014 fyrir spjaldtölvuvæðingu.
 
Í umsögn kemur fram að stærðfræðikennararnir, með Þóru Guðrúnu í fararbroddi, eru tilnefndir fyrir að gera nám aðgengilegra og skemmtilegra fyrir nemendur. Þóra Guðrún veitti viðurkenningunni viðtöku í Þjóðmenningarhúsinu 8. maí sl.. 
 
Þar ávarpaði  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, samkomuna og veitti verðlaunin ásamt formanni nefndarinnar Gísla Hildibrandi Guðlaugssyni og formanni Heimilis og skóla Önnu Margréti Sigurðardóttur.
 
Við óskum Þóru Guðrúnu og stærðfræðikennurum innilega til hamingju með þessa góðu viðurkenningu, segir í tilkynninu frá Heiðarskóla.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024