Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þór tók vistir við Sandgerði
Miðvikudagur 30. október 2013 kl. 17:46

Þór tók vistir við Sandgerði

Varðskipið Þór hafði stuttan stans utan við Sandgerði nú áðan á leið sinni í björgunarleiðangur suður fyrir Vestmannaeyjar.

Varðskipsmenn fóru úr höfn í Reykjavík án þess að taka vistir og var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein fengið til að sigla með kostinn um borð í Þór.

Ferð Þórs er heitið að flutningaskipinu Fernanda sem brennur sunnan við Eyjar. Flutningaskipið var á leiðinni til Sandgerðis þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Áhöfn skipsins var bjargað í þyrlu Landhelgisgæzlunnar í dag.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024