Þolinmæðin íbúa við Hafnargötu þrotin
Íbúar við Hafnargötu hafa barist á annað ár fyrir bótum vegna hraða og hávaðmengunar við götuna. Fráfarandi bæjarstjóri skrifaði undir samþykkt við íbúa Hafnargötu um úrbætur á sínum tíma en enn hefur ekkert verið aðhafst í þeim málum. Þolinmæði þeirra er nú á þrotum og hafa þeir safnað undirskriftum og afhent Árna Sigfússyni bæjarstóra.
Haraldur Hinriksson sagði í samtali við blaðamann Víkurfrétta að ástandið sé óþolandi og krefst úrbóta þegar í stað. Haraldur segir að bæjarstjórn hafa samþykkt á síðasta kjörtímabili að lækka hámarkshraðann um Hafnargötuna úr 50 km/klst. í 30km/klst. Þegar blaðamaður hafði samband við lögregluna fékk hann þau svör að hámarkshraðinn væri enn 50 km/klst. Haraldur segir að hávaðinn sé mestur á kvöldin og segir hann að menn séu jafnvel akandi vel á öðru hundraði. Haraldur er ekki hress með viðbrögð lögreglu og telur mikið upp á vanta í löggæslu. Haraldur segir einnig að mikil aukning hafi verið á akstri flutningabíla um götuna. Komið hefur til tals að íbúar við götuna taki málið í sýnar hendur en ekki hefur sú hugmynd verið útfærð frekar.
Haraldur Hinriksson sagði í samtali við blaðamann Víkurfrétta að ástandið sé óþolandi og krefst úrbóta þegar í stað. Haraldur segir að bæjarstjórn hafa samþykkt á síðasta kjörtímabili að lækka hámarkshraðann um Hafnargötuna úr 50 km/klst. í 30km/klst. Þegar blaðamaður hafði samband við lögregluna fékk hann þau svör að hámarkshraðinn væri enn 50 km/klst. Haraldur segir að hávaðinn sé mestur á kvöldin og segir hann að menn séu jafnvel akandi vel á öðru hundraði. Haraldur er ekki hress með viðbrögð lögreglu og telur mikið upp á vanta í löggæslu. Haraldur segir einnig að mikil aukning hafi verið á akstri flutningabíla um götuna. Komið hefur til tals að íbúar við götuna taki málið í sýnar hendur en ekki hefur sú hugmynd verið útfærð frekar.