Þokusúld og rigning
Á Garðskagavita voru sunnan 6 og 12 stiga hiti klukkan níu.
Klukkan 6 í morgun var hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Léttskýjað norðan- og austanlands, en þokuloft á nokkrum stöðum við stöndina. Skýjað að mestu suðvestan - og vestanlands og á Vatnskarðshólum í Mýrdal var skúr. Hiti 3 til 14 stig, svalast í Austfjarðaþokunni, en hlýjast á Ísafirði.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en þokusúld af og til við ströndina. Suðaustan 8-13 á morgun og rigning, en hægari og úrkomulítið inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og dálítil súld af og til við sjóinn. Víða léttskýjað norðan- og austanlands en þokubakkar við sjóinn. Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi á morgun. Mun hægari vindur um landið norðaustanvert og áfram léttskýjað að mestu. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast norðaustantil, en heldur svalara í þokunni.
Klukkan 6 í morgun var hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Léttskýjað norðan- og austanlands, en þokuloft á nokkrum stöðum við stöndina. Skýjað að mestu suðvestan - og vestanlands og á Vatnskarðshólum í Mýrdal var skúr. Hiti 3 til 14 stig, svalast í Austfjarðaþokunni, en hlýjast á Ísafirði.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en þokusúld af og til við ströndina. Suðaustan 8-13 á morgun og rigning, en hægari og úrkomulítið inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og dálítil súld af og til við sjóinn. Víða léttskýjað norðan- og austanlands en þokubakkar við sjóinn. Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi á morgun. Mun hægari vindur um landið norðaustanvert og áfram léttskýjað að mestu. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast norðaustantil, en heldur svalara í þokunni.