Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. júní 2006 kl. 07:55

Þokuslæðingur í kvöld

Klukkan 6 var hæg norðlæg eða breytileg átt á landinu. Vestanlands var sums staðar nokkuð bjart veður. Annars staðar var skýjað og rigning eða súld á Suðausturlandi. Hiti var 3 til 6 stig norðanlands og austan en 7 til 9 stig suðvestanlands.

 

Yfirlit
Skammt suðaustur af landinu er 1008 mb smálægð, á suðausturleið. Yfir sunnanverðu Grænlandshafi er dálítill hæðarhryggur sem þokast austur. Yfirlit gert 23.06.2006 kl. 06:42

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað. Rigning suðaustanlands en annars þurrt að mestu og fer að létta til fyrst um landið vestan- og norðanvert. Vestlægari með kvöldinu og má þá búast við þokuslæðingi við vesturströndina. Á morgun verður lítils háttar súld allra vestast síðdegis en annars nokkuð bjart veður. Hiti frá 5 stigum við norður- og austurströndina uppí 17 stig, hlýjast SV til í dag en N lands á morgun.

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg norðlæg átt og léttir til. Þokuslæðingur í kvöld og dálítil súld þegar líður á morgundaginn. Hiti 9 til 16 stig að deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024