Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Þökkuðu stuðning við Ljósanótt
    Aðalstyrktaraðilum Ljósanætur færðar sérstakar þakkir. Á myndinni eru fulltrúar Landsbankans, Nettó, Íslandsbanka og fulltrúi frá fjölskyldu Jóns Tómassonar sem veitt var sérstök viðurkenning fyrir frábært framlag á Ljósanótt. Fulltrúa frá HS Orku og Skól
  • Þökkuðu stuðning við Ljósanótt
Laugardagur 15. nóvember 2014 kl. 07:00

Þökkuðu stuðning við Ljósanótt

Afhending menningarverðlauna Reykjanesbæjar fór fram við hátíðlega athöfn í Duushúsum sl. fimmtudag  og komu þau í hlut Guðnýjar Kristjánsdóttur sem helgað hefur sig starfi Leikfélags Keflavíkur í um aldarfjórðung.

Við sama tilefni voru styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur veitt viðurkenningarskjöl í þakklætisskyni fyrir stuðninginn við Ljósanótt, sem nú var haldin í 15. sinn. Eins og fram kom í máli bæjarstjóra Kjartans Más Kjartanssonar og framkvæmdastjóra Ljósanætur, Valgerðar Guðmundsdóttur, er hátíðin löngu orðin hátíð bæjarbúa allra með sí virkari þátttöku þeirra, ekki síst þegar kemur að framkvæmd og stuðningi við hátíðina sem væri ekki svipur hjá sjón nyti hennar ekki við. Listinn er birtur hér að neðan svo glöggt megi sjá hve margir koma í raun að slíkri hátíð, sem Ljósanótt er, að frátöldum bæjaryfirvöldum sjálfum. Slíkt verður seint fullþakkað.

Aðal styrktaraðili Ljósanætur í ár líkt og í fyrra er Landsbankinn. Aðrir helstu styrktaraðilar eru HS orka og veitur, Nettó, Íslandsbanki og Skólamatur. Að auki var fjölskyldu Jóns Tómassonar þakkað sérstaklega fyrir sérlega óeigingjarnt og metnaðarfullt framlag við gerð ljósmyndasýningar um Jón, sem var afkastamikill áhugaljósmyndari á Suðurnesjum um miðja síðustu öld, en sýningin var unnin í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar og var opnuð á Ljósanótt og naut mikilla vinsælda.

Framkvæmdanefnd Ljósanætur sendir þakklæti til allra þessara 88 aðila fyrir veitt framlag og stuðning og vonar að það megi verða öðrum hvatning til virkrar þátttöku í menningarhátíðinni Ljósanótt sem náð hefur að festa sig í sessi sem ein af öflugri menningarhátíðum landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024