Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þögull Davíð í Leifsstöð
Fimmtudagur 5. febrúar 2009 kl. 18:06

Þögull Davíð í Leifsstöð




Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, var þögull sem gröfin við komuna til landsins nú síðdegis. Hann neitaði að tjá sig nokkuð þegar eftir því var leitað. Sagði hreinlega „nei“ við viðtali.

Davíð er sem kunnugt er einn umdeildasti embættismaður landsins í dag. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að Davíð láti af störfum í Seðlabanka Íslands ásamt öðrum bankastjórum bankans. Hann hafði tíma til dagsins í dag til að svara bréfi Jóhönnu. Úr forsætisráðuneytinu fást þær fréttir að enginn bankastjóranna þriggja hafi svarað erindi Jóhönnu.

Á morgun verður mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um að stöður bankastjóranna þriggja verði lagðar niður og einn bankastjóri verði ráðinn í staðinn.

---

Myndir: Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í dag.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024