HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Þjónustusamningur milli Bókasafns Reykjanesbæjar og Keilis
Þriðjudagur 26. febrúar 2008 kl. 08:54

Þjónustusamningur milli Bókasafns Reykjanesbæjar og Keilis

Gerður hefur verið þjónustusamningur milli Bókasafns Reykjanesbæjar og  Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs um aðgang nemenda að safnkosti og þjónustu Bókasafnsins.

Í samningnum er kveðið á um að nemendur Keilis fái frí lánþegaskírteini og aðgang að safnkosti bókasafnsins. Bókasafnið aðstoðar við innkaup, skráningu og frágang safnskosts Keilis og veitir nemendum upplýsingaþjónustu og aðstoð við heimildaleitir. Einnig er í boði safnkennsla í upplýsingalæsi og starfsmaður safnsins er á vakt í Keili á virkum dögum frá kl. 10-16 á kennslutíma.
Keilir sér um innkaup á sérhæfðum safnkosti og útvegar nemendum les- og vinnuaðstöðu með góðri þráðlausri nettenginu. Samningurinn gildi í eitt ár án uppsagnar.

Stefanía Gunnarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, hefur verið ráðin til að stýra þessu verkefni.

Myndin er tekin við undirritun samningsins í bókasafni Keilis. Það voru Steinunn Eva Björnsdóttir, kennsluráðgjafi Keilis, og Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar sem skrifuðu undir samninginn.
 
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025