Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjónustumiðstöð opnar í Reykjanesbæ á þriðjudag
Mánudagur 22. janúar 2024 kl. 16:51

Þjónustumiðstöð opnar í Reykjanesbæ á þriðjudag

Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun þriðjudaginn 23. janúar kl. 14-17. Þjónustumiðstöðin er til húsa í Rauða kross húsinu Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 14-17.

Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffibolla. Ráðgjöf er veitt af starfsfólki Grindavíkurbæjar og Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning.

Fjölmiðlar eru vinsamlegast beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar.

Þjónustumiðstöðin í Tollhúsinu í Reykjavík er áfram opin alla virka daga milli 10-17. Einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024