Þjónustuhúsið við Go-kartbrautina risið
Nú hefur verið lokið við að reisa þjónustuhúsið við Go-kartbrautina við Reykjanesbraut og að sögn Stefáns Guðmundssonar hjá Reis-bílum verður húsið fokhellt eftir um hálfan mánuð.Húsið verður fjölnota þjónustubygging fyrir brautina. Meðal annars verður aðstaða fyrir bílana, veitingasala og varahlutaverslun. Það er Húsanes sem er aðalverktaki við bygginguna.