Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjónusta kjarnorkukafbát á ytri höfninni í Keflavík
Mánudagur 22. janúar 2024 kl. 14:32

Þjónusta kjarnorkukafbát á ytri höfninni í Keflavík

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS California er nú á ytri höfninni í Keflavík þar sem hann fær þjónustu. Varðskipið Þór og hafnsögubáturinn Auðunn frá Reykjaneshöfn þjónusta kafbátinn, auk nokkurra léttabáta, m.a. frá Köfunarþjónustu Sigurðar Stefánssonar.

Verið er að skipta út hluta áhafnar kafbátsins. Þá er verið að taka sorp frá honum til eyðingar í Kölku og flytja nýjar vistir um borð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

USS California er af Virginia-gerð en nýverið voru kynntir samningar um að kjarnorkuknúnir kafbátar Bandaríkjahers á norðurslóðum fái þjónustu frá Reykjanesbæ við það sem talið er upp hér að framan.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar kafbáturinn kom á Stakksfjörðinn og ytri höfnina í Keflavík.

Meðal annars fara fram áhafnarskipti á kafbátnum.