Þjófur á reynslulausn í ránsferð
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á laugardaginn rúmlega tvítugan síbrotamann sem hafði verið nokkuð iðinn við kolann. Hafði hann farið inn í hús og bíla og haft á brott með sér ýmsa hluti. Hann var talinn hafa farið inn á fimm stöðum í Reykjanesbæ með því að þröngva sér inn um glugga.
Þjófurinn hafði poka meðferðis sem hann safnaði þýfinu í. Upp úr pokanum kom m.a. tertuhnífur og öryggisljós fyrir bíla en einkum hafi þjófurinn áhuga á verskjum. Hann var undir áhrifum fíkniefna en maðurinn var á reynslulausn sem hann nýtti með þessum hætti.