Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjófnaður á munum nemenda í Gerðaskóla kærður til lögreglu
Miðvikudagur 26. október 2005 kl. 11:08

Þjófnaður á munum nemenda í Gerðaskóla kærður til lögreglu

Í gær bárust lögreglunni tvær tilkynningar um þjófnað í Gerðaskóla í Garði. Hafði GSM-sími verið tekinn úr yfirhöfn eins nemanda í fyrradag og í gær hvarf "i-pod" úr tösku eins nemanda.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist hraði hans 123 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km.

Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot og að nota ekki öryggisbelti.

Afskipti voru höfð af fimm krökkum í gærdag við skólana þar sem þau voru á reiðhjólum án þess að vera með hjálm.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024