Þjófavakt lögreglu
Í nótt var Lögreglan í Keflavík á sérstakri þjófavakt og voru lögreglubílar á ferðinni í alla nótt. Þrjú innbrot og þjófnaðir voru framdir í Reykjanesbær aðfaranótt mánudagsins, en þá var m.a. brotist var inn í vörubifreið við Iðavelli 5, Keflavík og afturrúða var brotin, en engu var stolið. Brotist var inn í söluturninn Nýjung við Iðavelli í Keflavík og þaðan stolið talsverðu magni af sígarettum, eitthvað af peningum og ýmislegt annað var tekið. Farið var inn um glugga sem snýr að Aðalgötunni. Brotist var inn í "Reiðhöllina" við Mánagrund í Reykjanesbæ sem er í eigu hestamannafélagsins Mána og þaðan stolið nýlegu 29 tommu sjónvarpstæki af Sony gerð og myndbandstæki af Aiwa gerð.Lögreglan í Keflavík óskar eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir kringum þessa staði í nótt og hafi samband við lögregluna í síma 420-2400