Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjófar láta til sín taka
Föstudagur 7. desember 2012 kl. 14:57

Þjófar láta til sín taka

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í fyrrakvöld tilkynning þess efnis að brotist hefði verið inn í bílskúr í Reykjanesbæ. Þaðan var stolið DVD-tæki, tveimur hafnarboltakylfum og skartgripum. Þá var búið að eyðileggja sjónvarp, sem var í geymslunni.

Í gær var svo tilkynnt um olíuþjófnað af vöruflutningabifreið. Þegar setja átti hana í gang í gærmorgun var hún nánast olíulaus. Talið er að eldsneyti að verðmæti um 50 þúsund krónur hafi verið stolið af henni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024