Þjófar kipptu eftirlitsmyndavél úr sambandi
Olíuþjófar kipptu eftirlitsmyndavél úr sambandi til að geta óáreittir dælt olíu af vörubifreið í Njarðvík í vikunni. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður bifreiðarinnar hafði keypt olíu á hana fyrir fimmtíu þúsund daginn áður. Þegar að var komið lá slanga, sem notuð hafði verið til að dæla olíunni af bifreiðinni, við hlið hennar. Hinir óprúttnu höfðu opnað keðjulás á keðju, sem lokaði svæðinu. Að því búnu óku þeir inn á það og dældu af vörubifreiðinni.