Laugardagur 15. október 2005 kl. 01:45
Þjófar í rusli
Tilkynnt var um það í gærmorgun að stolið hafi verið tveimur rusladöllum í eigu Reykjanesbæjar. Var annar þeirra á ljósastaur við Hafnargötu en hinn á staur við Sparisjóðinn við innganginn að skrifstofum Reykjanesbæjar. Ekki er vitað hver var þarna að verki.