ÞJÓFAR FÁ ILLT Í MAGANN
Brotist var inní golfskálann í Vogum á dögunum og peningakassi tekinn. Þar gripu þjófarnir í tómt því engir peningar voru í kassanum. Þeir sem brutust inní íþróttavallarhúsið í Grindavík náðu sér hins vegar í feitari bita því þeir höfðu á brott með sér 50-60 þúsund krónur í peningum og ávísunum. Sandgerðingar hafa ekki farið varhluta af heimsóknum slíkra durga, því þeir heimsóttu gamla vigtarhúsið í Sandgerði og stálu þaðan leiktækjum og sælgæti og unnu skemmdir á húsinu. Þessir barnalegu þjófar geta þá leikið sér í leiktækjunum og troðið í sig sælgæti næstu daga þar til þeir fá illt í magann.