Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjófagengi í Keflavík
Þriðjudagur 30. desember 2008 kl. 12:23

Þjófagengi í Keflavík


Vart hefur verið við þjófagengi undanfarna daga í efri hverfum Keflavíkur og víðar þar sem óprúttnir þjófar hafa farið ránshendi við heimili fólks. Hafa þeir meðal annars tekið drykkjarföng en margir geyma öl og bjór baksviðs við heimili sín á hátíðum.
Hefur sést til ungra drengja á ferðinni síðastliðnar nætur m.a. í Vallarhverfi og hefur lögreglan verið látin vita af ferðum þeirra. Nokkrir bæjarbúar hafa tekið sig saman og ætla að hjálpa lögreglunni að hafa upp á þessum kauðum og ætla að vakta hús sín betur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024