Þjóðkirkjan: Vöxtur í Ytri-Njarðvíkursókn
Sóknarbörnum í Þjóðkirkjunni fækkaði um 160 í Keflavíkursókn á síðasta ári. Árið 2007 voru 6,718 skráðir í Þjóðkirkjuna í sókninni en voru 6,558 þann 1. desember síðastliðinn.
Í Útskálasókn varð fjölgun í Þjóðkirkjunni á milli ára úr 1,139 í 1,161. Í Hvalsnessókn voru 1,341 skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn sem er fækkun um fimm frá árinu áður. Í Grindavík varð fjölgun úr 2,359 í 2,380 á sama tímabili.
Í Ytri -Njarðvíkursókn fjölgaði þeim mest sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna. Voru 2,674 árið 2007 en voru orðnir 3,112 þann 1. desember síðastliðinn. Samhliða fjölgaði þeim sem ekki eru skráðir í þjóðkirkjuna úr 620 í 819.
VFmynd/elg - Kirkjan í Innri-Njarðvík.