Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjóðhátíðarrigningin sólarhring of seint
Fimmtudagur 17. júní 2004 kl. 23:04

Þjóðhátíðarrigningin sólarhring of seint

Í kvöld kl. 21 var norðlæg átt, víðast 5-10 m/s. Sums staðar skúrir norðaustantil, annars léttskýjað. Hiti 3 til 11 stig, svalast norðaustanlands.

Yfirlit: Skammt SA af landinu er smálægðardrag sem þokast SA, en á Norðursjó er 998 mb lægð sem þokast A. Yfir Grænlandi er 1027 mb hæð og önnur álíka er langt SV í hafi.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Minnkandi N-læg átt og léttskýjað, en skúrir norðaustantil í fyrstu. Víða hægviðri í nótt. Snýst í suðvestan 3-8 vestantil í fyrramálið, en hægari um landið austanvert. Þykknar upp með súld eða rigningu vestan- og norðanlands um og upp úr hádegi, annars skýjað með köflum. Hiti 2 til 10 stig, en 9 til 16 stig á morgun, hlýjast austantil.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðlæg átt, 3-8 m/s og léttskýjað, en hægviðri í nótt. Suðvestan 3-8 m/s í fyrramálið og þykknar upp með súld upp úr hádegi. Hiti 9 til 14 stig, en heldur svalara í nótt.

Helgarveðrið:

Á föstudag: Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað og þurrt að mestu vestanlands, en léttskýjað austanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast um landið austanvert.

Á laugardag og sunnudag: Hægur vindur og víða bjartviðri, en dálítil þokusúld sumsstaðar við norður- og vesturströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024