Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjóðhátíðardeginum fagnað í Grindavík
Fjallkonan var Jóhanna Rún Styrmisdóttir.
Fimmtudagur 18. júní 2015 kl. 10:01

Þjóðhátíðardeginum fagnað í Grindavík

Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað með pompi og prakt í dag í Grindavík í þokkalegasta veðri. Hátíðin hófst með messu í Grindavíkurkirkju og síðan tók við hefðbundið karamelluflug þar sem Eiríkur Dagbjartsson flugmaður flaug yfir bæinn og lét síðan karamellur fljúga yfir margmenni sem beið spennt á Landsbankatúninu. Er áralöng hefð fyrir þessu í Gindavík og alltaf jafn vinsælt.

Í kjölfarið var haldið í skrúðgöngu niður á hátíðarsvæðið á bryggjunni þar sem fánareið Brimfaxa fór fyrir hópnum ásamt fjallkonunni. Á hátíðarsvæðinu við Kvikuna voru leiktæki og svo tók við dagskrá undir stjórn Pálmars Arnar Guðmundssonar. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs, flutti ávarp og fjallkonan Jóhanna Rún Styrmisdóttir fór afskaplega fallega með ljóðið Íslenska konan eftir Ómar Ragnarsson. Lalli töframaður hleypt heldur betur líf í ungviðið með ýmis konar töfrabrögðum og fjöri. Að vanda var svo söngvakeppni 14 ára og yngri þar sem sex stúlkur stigu á svið og stóðu sig frábærlega vel en Olavia Ruth Mazowiecka stóð uppi sem sigurvegari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar er fjallað um hátíðina - og fleiri myndir - á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 

 
Félagar í hestamannafélaginu Brimfaxa með þingmanninn Pál Jóhann Pálsson voru með fánareið sem setti skemmtilegan svip á hátíðarhöldin.