Þjóðbrautin að fæðast
Vegagerðin og Reykjanesbær standa um þessar mundir að framkvæmdum við Þjóðbrautina svokölluðu, tengibraut sem liggur niður í bæinn frá Flugvallarveginum við Nikkelsvæðið. Einnig á að bæta tengingu frá Skólavegi að nýju hringtorgi við Þjóðbrautina. Síðan er fyrirhugað að tengja Skólaveginn inn á Iðarvelli til bráðbirgða í gegnum Asparhlíð.
Nikkelsvæðið eða Hlíðarhverfi eins og það heitir er í eigu Miðlands en þarna var fyrirhugað að reisa íbúðahverfi fyrir fáeinum árum. Þau áform hafa ekki gengið eftir eins og til stóð. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulags- og umhverfissviði er ekki búið að samþykkja deiliskipulagið á þessu svæði.