Þjóðbraut lokað vegna framkvæmda
Í dag, mánudaginn 12. ágúst, hefjast framkvæmdir á Þjóðbraut, frá hringtorgi við enda Skólavegs og að hringtorgi við Reykjanesbraut. Nauðsynlegt að loka fyrir bílaumferð í báðar áttir á meðan á framkvæmdum stendur.
Framkvæmdir hafa áhrif á umferð um Flugvelli og þarf að aka inn á þá götu frá Aðalgötu eða tengivegi frá Iðavöllum.
Viðeigandi merkingar verða settar upp. Ekki kemur fram í tilkynningu Reykjanesbæjar hversu langan tíma framkvæmdir taka.