Þjóðbjörgu komið til hjálpar
Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun úr þyrlu Landhelgisgæzlunnar af Þjóðbjörgu og þeim bátum sem komu að henni. Myndirnar tók Friðrik Höskuldsson stýrimaður/sigmaður í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Hann segir að þegar hafi komið á staðinn hafi báturinn verið mikið siginn en í lagi með þann eina mann sem var um borð. Þrír bátar hafi verið á svæðinu og þeir hafi verið að undirbúa að taka bátinn í tog áleiðis til Sandgerðis. Ætluðu bátarnir að fylgjast að og aðstoða hinn nauðstadda til hafnar.
Hann segir að þegar hafi komið á staðinn hafi báturinn verið mikið siginn en í lagi með þann eina mann sem var um borð. Þrír bátar hafi verið á svæðinu og þeir hafi verið að undirbúa að taka bátinn í tog áleiðis til Sandgerðis. Ætluðu bátarnir að fylgjast að og aðstoða hinn nauðstadda til hafnar.