Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjóðarstúkan á leið í Garðinn?
Þriðjudagur 7. febrúar 2006 kl. 11:29

Þjóðarstúkan á leið í Garðinn?

Þetta varð mönnum á orði þegar vörubíll hlaðinn sætum úr stúkunni af Laugardalsvellinum hélt áleiðis út í Garð.

Þarna voru á ferðinni aðilar á vegum Víðis sem höfðu fest kaup á 300 sætum sem á að setja upp í stúku þeirra Víðismanna. Stúkan hefur reyndar verið við völlinn í Garðinum í um 20 ár, en hún mun nú fá nýtt og betra útlit.

Þess má geta að í ár á Knattspyrnufélagið 70 ára afmæli og eru kaupin á stúkusætunum liður í fegrun á svæðinu við völlinn, sem margir telja einn besta völl landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024