Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þjóðaratkvæðagreiðsla í dag - Mjög róleg byrjun
Frá kjörstað í Heiðarskóla í Keflavík í morgun.
Laugardagur 20. október 2012 kl. 11:38

Þjóðaratkvæðagreiðsla í dag - Mjög róleg byrjun

„Þetta er átakanlega lítil þátttaka,“ sagði einn starfsmanna á kjörstað í Heiðarskóla í Reykjanesbæ í morgun en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs hófst kl. 9. Kosið er á þremur stöðum í Reykjanesbæ, Heiðarskóla, Njarðvíkurskóla og í Akurskóla.

Starfsmenn sem tíðindamaður Víkurfrétta talaði við á kjörstað í Heiðarskóla í Keflavík voru sammála um að þátttaka væri mjög lítil. Úr því getur nú ræst því kjörstaðir eru opnir til kl. 22 og ekki ætti yndislegt haustveður að spilla fyrir þátttöku í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í auglýsingum kemur fram hvar íbúar eiga að kjósa. Í Reykjanesbæ kjósa Keflvíkingar í Heiðarskóla, íbúar í Ytri-Njarðvík í Njarðvíkurskóla og íbúar í Innri-Njarðvík og Ásbrú í Akurskóla. Í öðrum bæjarfélögum á Suðurnesjum eru kjörstaðir einnig í grunnskólunum.

Starfsmenn á kjörstað tóku vel á móti fólki sem var að mæta á kjörstað.

Sannkölluð rjómablíða var í morgun og spáin gerir ráð fyrir góðu veðri í allan dag. VF-myndir/pket.